Tækni/gaggó/
TAEKNIGRUNNSKOLINN.NET

Hvers vegna ættu foreldrar að velja Tæknigrunnskóla?
· Foreldrar velja sjálfstæðan skóla meðvitað með barni sínu. Þau semja um hvenær hann hefur nám í skólanum og hvenær hann fer úr honum aftur.
· Enginn annar grunnskóli leggur megináherslu á tæknisvið og býður nemendum fjölbreytt starfsumhverfi.
· Nemendahópurinn er minni og samskipti nánari en í flestum skólum, nemendum er treyst fyrir eigin námi. Tæknigaggó
virkjar nemendur til náms.
Geta foreldrar fylgst reglulega með námi barna sinna í skólanum?
Foreldrar geta leitað eftir upplýsingum um stöðu nemandans með tölvusamskiptum og fundum með kennurum.
Hvert geta nemendur og foreldrar leitað ef þeir eru ósáttir við eitthvað í skólanum sínum?
Kennari og skólastjóri eru fyrstu aðilarnir innan skólans sem leitað er til. Séu foreldrar ekki sáttir við lausnir á málum nemanda geta
þeir leitað til nemendaráðs og skólanefndar.
Foreldrar






Fá nemendur prófúrlausnir til baka eftir próf?
Já, við lítum svo á að nemendur eigi rétt á því þar eð próf-úrlausnir eru afurðir frá nemendum. Auk þess eru prófin leiðsagnarmat sem nám í framhaldi þeirra byggist á.
Geta nemendur sem útskrifast úr TGS farið beint í framhaldsskóla eftir nám þar?
Námið í Tæknigrunnskólanum er þannig byggt upp að nem-endur geta farið beint í framhaldsskóla eftir nám í skólanum. Þeir hafa jafn góða undirstöðu í bóklegum greinum og nemendur í almenna skólakerfinu.
Fá nemendur aðstoð við heimanám?
Nemendur fá leiðsögn um hvernig leysa á verkefni sem tilheyra heimanámi en námið er á ábyrgð nemenda.
Það er mikilvægur hluti námsins að nemendur leiti sjálfir lausna á verkefnum sem þeir eru að vinna að hvort sem er í skólanum eða heima.

Hvernig skóli?
Tæknigrunnskólinn er sjálfstætt starfandi grunnskóli áReykjavíkur- svæðinu í nánu sam-starfi við framhaldsskóla og fyrirtæki þar. Skólinn er sveigjanlegur og skapandi vinnustaður fyrir alla nemendur sem býður nútímaegt nám og skilvirka kennslu. Námið gerir kröfur um ástundun og skapandi hugsun. Það gefur nemendum færi á að þjálfa fjölbreytta hæfni sína og búa sig undir virka þátttöku í tækni-væddu og margbreytilegu lýðræðis- samfélagi. Nemendur skólans geta lokið grunn-skólaprófi en eiga jafnframt greiða leið úr skólanum í aðra grunnskóla ef þeir vilja.


Markmið skólans
- Að efla hjá nemendum verklega-, tæknilega- og frumkvöðulshugsun og undirbúa þá þannig fyrir starfsferil sem nýtir þessa hæfni.
- Að veita nemendum menntun til persónulegs þroska við hæfi hvers og eins og efla hjá þeim lífssýn sem býr þá undir hlutverk sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra þegna.
- Að veita nemendum trausta undirstöðumenntun sem grunn að námi á næsta skólastigi á eftir.
Öðruvísi
Tækigrunnskólinn er öðruvísi en opinberir, almennir grunnskólar.
- Gott jafnvægi á milli verklegra
og fræðilegra greina.
- Mikið valfrelsi nemenda.
- Mikið svigrúm til athafna.
- Verklegir og fræðilegir þættir
fléttaðir vel saman.
- Krafist vinnu með hugmyndir.
- Nemendur og foreldrar velja
skólann saman.
- Skoðanir nemenda á náminu fá
hljómgrunn.
- Mikill stuðningur við
einstaklinga.
- Meiri áhugi, minni skólaleiði,
minna brotthvarf.