​​Tæknigrunnskólinn

Tæknigrunnskólinn er nýr valkostur fyrir nemendur í 8.-10. bekk sem vilja fá innsýn í  hvernig þeir geti komið að sköpun og þjónustu á sviði iðnaðar og tækni. Tæknigrunnskólinn kynnir nemendum aðra mögulega leið en hina hefðbundnu bóknámsleið í grunnskóla án þess þó að loka fyrir val þeirra á bóknámi í framhaldsskóla.​ Þetta er meðal annars gert með nánu samstarfi við framhaldsskóla sem bjóða nám í starfs- og tæknigreinum og við fyrirtæki á sviði iðnaðar og tækni.

Veljum fyrst

gott nám, 

síðan góðan skóla

Sjálfstæður skóli
Tæknigrunnskólinn er sjálfstætt starfandi grunnskóli á höfuðborgarsvæðinu. Skólinn er sveigjanlegur og skapandi vinnustaður fyrir alla nemendur sem býður nútímalegt nám og skilvirka kennslu. Námið gerir kröfur um ástundun og skapandi hugsun. Það gefur nemendum færi á að þjálfa fjölbreytta hæfni sína og búa sig undir virka þátttöku í tæknivæddu samfélagi. Nemendur geta lokið grunnskólaprófi en eiga jafnframt greiða leið úr Tækingrunnskólanum í aðra grunnskóla ef þeir vilja​.

Að reyna að skilja tækniheiminn

Tilgangur skólans er að vekja áhuga ungmenna á verk- og tæknigreinum og hjálpa þeim að skilja tækniheiminn. Markmið:

- Að efla hjá nemendum verklega-, tæknilega- og frumkvöðulshugsun og undirbúa þá þannig fyrir starfsferil sem nýtir þessa hæfni.

- Að veita nemendum menntun til persónulegs þroska við hæfi hvers og eins og efla hjá þeim lífssýn sem býr þá undir hlutverk sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra þegna.
- Að veita nemendum trausta undirstöðumenntun sem grunn að námi á næsta skólastigi á eftir.

Að fikta og skapa

Tækigrunnskólinn er öðruvísi en opinberir, almennir grunnskólar.

- Hann er lítill og einkarekinn.

- Nemendur og foreldrar velja skólann saman.

- Gott jafnvægi er á milli verklegra og fræðilegra     greina.
—- Mikið valfrelsi nemenda og mikið svigrúm til         athafna.
—- Verklegir og fræðilegir þættir fléttaðir vel             saman.
—-  Krafist vinnu með hugmyndir.

—- Skoðanir nemenda á náminu fá hljómgrunn.

- Mikill stuðningur við einstaklinga. 
- Tækifæri til að skapa sinn eigin heim.​

—- Minni skólaleiði, meiri áhugi, minna brotthvarf.

 Hvernig stendur á því að meirihluti 8. bekkinga telur verk og  tækninám vera skemmtilegasta námið en lítill hluti 10. bekkinga velur verk og tækninám í  framhaldsskóla? 

Taktu þátt í skoðanakönnun um hvaða námssvið höfða mest til þín af þeim 10 sem i boði eru: 

• Bíltækni • Byggingatækni (húsasmíði, múrverk)

• Flug

• Hönnun og handverk (fatahönnun, skartgripahönnun, innanhússhönnun, smíði)

• Margmiðlun (tölvunarfræði, tölvuleikjagerð, tölvufjölmiðlun)

• Raftækni (rafvirkjun, raftæknifræði)

• Skipstjórn

• Veitingatækni (matreiðsla, þjónn, framreiðsla)• Véltækni (vélvikjun, vélsmíði)

• Þjónustutækni (hárgreiðsla, andlitssnyrting, umönnun, fótsnyrting, nudd, sjúkraliðun)

                SMELLTU HÉR TIL AÐ SVARA KÖNNUN               

Tæknigrunnskólinn er viðbót við íslenskt skólakerfi sem hefur ekki sinnt þörfum unglinga nógu vel. Nú þarf að hefja sókn til að búa til tækniumhverfi og þar ætlum við að taka þátt.

Saman breytum við umhverfi okkar. Það tekur tíma og við höfum hann.
Við hjálpum til við
að halda tannhjólum atvinnulífsins gangandi.
Við leiðum þig í gegnum völundarhús tækninnar