Ef þú hefur áhuga á að kynna þér nám í tæknigreinum og hefur áhuga á að undirbúa þig fyrir störf í tæknigeiranum þá er Tæknigrunnskólinn rétti skólinn fyrir þig. 

Raftækni

Rafvirkjun

Rafvélavirkjun

Rafveituvirkjun

Rafeindavirkjun

Hljóðtækn

Þjónustutækni

Hárgreiðsla,

Andlitssnyrting,

Umönnun, 

Fótsnyrting, Nudd, Sjúkraliðun

BÆÐI STELPUR OG STRÁKAR HAFA ÁHUGA Á TÆKNI OG ÞESS VEGNA ER SKÓLINN OKKAR FYRIR STELPUR OG STRÁKA! 

 

Hefurðu áhuga á að vinna með fólk? Þá gæti hársnyrting verið nám sem þú gætir haft áhuga á að læra. Þetta er lifandi grein og fjölbreytnin er mikil. Þetta er grein sem er háð tískustraumum að einhverju leyti og því þarf að fylgjast með nýjungum á markaðnum. 

Í tæknigrunnskólanum áttu þess kost að kynnast greininni og námi í henni til að fá hugmynd um hvort þetta sé eitthvað sem þú hefur áhuga á að læra og vinna við í framtíðinni.

Flestir eru háðir rafmagni og rafrænni tækni dags daglega. Alls konar raftæki eru mikilvæg í lífi einstaklinga og fyrirtækja og segja má að starfsemi þjóðfélagsins sé orðin háð raftækni. Atvinnumöguleikar í greinum sem tilheyra raftækninni eru því góðir í framtíðinni. Við kynnum fyrir þér heim raftækninnar bæði sem atvinnugreinar og spennandi möguleika til nýsköpunar.41431D

Hönnun og handverk

Hönnun

Almenn hönnun

Keramik

Textíll

Skartgripahönnun

Fataiðn

Kjólasaumur

Klæðskurður

 

Ef þú hefur áhuga að starfa sem  arkitekt, vöruhönnuður eða við hönnun af einhverju tagi er nám fyrir þig. Við kynnum nám í hönnun í framhaldsskóla fyrir þér og þú heimsækir fyrirtæki sem vinna við hönnun af einhverju tagi. Sem dæmi um störf í þessum geira má nefna fataiðn svo sem kjólasaum og klæðskurð eða áframhaldandi nám í sérgreinum tengdum fataiðn og fatahönnun og gull- og silfursmíði. Hér að ofan sérð fleiri hönnunarstörf. 

Byggingatækni

Húsasmíði

Húsgagnasmíði

Múrsmíði

Málaraiðn

Tækniteiknun

Veggfóðrun og dúklagningar

Nemendur sem útskrifast af byggingatæknisviði eru eftirsóttir til vinnu og eru starfsmöguleikar þeirra margir. Auðvelt er að skapa sér sitt eigið starfsumhverfi. Byggingaiðnaðarmenn vinna mikið sjálfstætt en einnig hjá stórum og smáum verktakafyrirtækjum. Þá vinna margir við verslun, sölumennsku og ráðgjöf ýmiss konar.

Bíltækni

Bílaviðgerðir

Bifreiðasmíði

Breytingar á bílum

Nám í bíltæknigreinum er áhugavert m.a. vegna þess að það snertir líf okkar dags daglega. Þeir sem fara í nám í þessum greinum geta starfað við þjónustu á bifreiðum svo og smíði á þeim. 

Margmiðlun

Tölvunarfræði, Tölvuleikjagerð, Tölvufjölmiðlun

Líf okkar er núorðið samofið margmiðlun. Við notum tölvur daglega, bæði til skemmtunar og vinnu, í tómstundum okkar og til að fylgjast með þjóðlífinu í kringum okkur.  Tölvueign er almenn  hér á landi og notkun þeirra með því mesta sem gerist í heiminum. Til að þjónusta þennan geira þarf margt fólk sem þarf að hafa tæknikunnáttu sem sótt er í tækni- og iðnskóla.

Veitingatækni

Matreiðsla

Þjónn Framreiðsla

Meginmarkmið iðnnáms í framhaldsskóla í veitingatækni er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem tilheyra greinunum.

Námið fer fram í skóla og á vinnustað og þurfa nemendur að vera komnir á námssamning áður en þeir hefja nám í skóla.

Véltækni

Rafsuða,

Málmsmíði

Málmtækni

 

Vélvirkjun

Vélgæsla

Vélstjórn

Þeir sem hafa áhuga á vélum, rafmagni og flóknum tækjabúnaði geta undirbúið starsferil á þessu starfssviði t.d. með framhalds-skólanámi í Tækniskólanum í Reykjavík. Atvinnumöguleikar á þessu tæknisviði eru miklir og námið grtur gefið möguleika á vel launuðum störfum þar sem gert er ráð fyrir að menn geti unnið sjálfstætt og borið ábyrgð.