Tæknigrunnskólinn (TGS), stundum nefndur Tæknigaggó, er rekinn af Nýja skólakerfinu, Álfabakka 12, 109 Reykjavík. Sími þess er 867 5134

Endanleg staðsetning skólans hefur ekki verið ákveðin.

Starfsmenn eru skólastjóri sem stýrir starfinu og ritari sem  aðstoðar hann, grunnskólakennarar sem halda utan um nám nemenda og kenna         skyldugreinar og sérhæfðir kennarar í fjölda framhaldsskóla sem taka á móti nemendum í kynningu.
Skólanefnd er skólastjóra og kennurum til stuðnings.
Stofnendur eru dr. Hallur Skúlason kennari og sálfræðingur og dr. Gretar L. Marinósson sálfræðingur og kennari.

Hvers vegna stofnuðum við tækniskóla á grunnskólastigi?

Vegna þess að við vorum sannfærðir um að það væri þörf fyrir hann! Fjöldi nemenda í efri bekkjum grunnskóla hefur áhuga á starfsgreinum í tækni og iðnaði og vildu gjarnan kynnast þeim nánar. Framhladsskólar mundu vilja fá fleiri nemendur inn í verklegar námsgreinar sínar. Erlend tæknifyrirtæki sem áforma að hefja framleiðslu hér á landi horfa meðal annars til þess hversu vel menntað og hugmyndaríkt fólk við eigum á tæknisviðinu. Það er þó ekki nema hluti af heildarmyndinni því að við þurfum sjálf að eignast fleiri öflug framleiðslufyrirtæki. Það getur m.a. gerst í samvinnu við erlend fyrirtæki því að þeirra er þekkingin og hefðin. 

 

Tæknigrunnskólinn var stofnaður til að stuðla að bættu tækniumhverfi á Íslandi; umhverfi sem einkennist af sköpun og framleiðslu tæknilegra afurða. Hér á landi eru góðir tækni- og starfsnámsskólar en þeir mennta og þjálfa fólk aðallega til að sinna þjónustu: uppsetningu, viðgerðum og viðhaldi á innfluttum tæknivörum. Það tekur langan tíma að búa til tækniumhverfi sem börn og unglingar framtíðarinnar munu alast upp við. Þar hlýtur menntun ungs fólk nútímans að vera ein af forsendum breytinganna. Tæknigrunnskólinn ætlar að leggja sitt af mörkum við að undirbúa ungt fólk til að verða meðal kyndilbera nýrrar kynslóðar sem elst upp við tækniumhverfi sem gefur þeim hugmyndir og tækifæri til náms og vinnu við framsæknar og skapandi aðstæður.

Tilgangur skólans er meðal annars að fjölga valmöguleikum ungs fólks í námi. Þar með dregur ekki einungis úr brotthvarfi á grunn- og framhaldsskólastigi heldur vex arðsemi náms  einnig þar eð fleiri verða við skapandi störf í tækni.

Hvernig varð skólinn til?

Raunverulegt upphaf Tæknigrunnskólans er hulið þoku fjarlægðar meðal annars vegna skorts á sögulegum heimildum. Líklegt er að skólinn hafi sprottið upp úr öðrum menntunarhugmyndum um 2007. Fyrri hugmyndir voru m.a. Fjarskóli á framhaldsskólastigi (2004) og vinnustaðanám (2006). Tæknigrunnskólinn er hluti af stærra samhengi sem móðurfélag hans, Nýja skólakerfið, heldur utan um. 
 

 

Hér eru nokkrar dagsetningar í sögu skólans:

14.10.2003 Tillaga að Nýja borgarskólanum  
15.03.2005 Bréf til menntamálaráðherra um áhuga á að stofna og starfrækja sjálfstæðan skóla
28.06.2007 „Nýr sjálfstætt rekinn grunnskóli“ Lýsing á skólanum og rök fyrir slíkum skólum. Drög að námskrá. Endurskoðuð útgáfa. 
17.05.2009 Bréf til
formanns menntaráðs Reykjavíkur, Kjartans Magnússonar. Umsókn um heimild til stofnunar og reksturs grunnskóla í Reykjavík. 
03.06.2009  Samþykkt menntaráðs Rvíkur um stofnun nýs sjálfstætt rekins grunnskóla
04.06.2009 Frétt í Morgunblaðinu Samþykkt menntaráðs... 
04.06.2009 Leiðari Morgunblaðsins Verknám í grunnskóla 
11.06. 2009 Stofnsamingur Nýja skólakerfisins  ehf
05.07.2009 Heimild borgarráðs Rvíkur til stofnunar sjálfstæðs rekins grunnskóla í Rvík 
06.07.2009 Frétt í Fréttablaðinu Tæknigrunnskóli fyrir unglinga .

15.08.2009 Fundur með skólameisturum Tækniskólans um áhuga þeirra á samstarfi við Tæknigrunnskólann.
08.09.2009 Umsókn um byggingarleyfi  Óskað eftir afnotum af húsnæði í gamla Sjómannaskólanum, vesturálmu. 28.og 29. 09.09 
13.10.2009 Samþykkt byggingarleyfi með skilyrði um samþykkt umhverfisráðuneytis.
11.09.2009 Umsókn til umhverfisráðuneytis Sótt um undanþágu frá ákvæði um haldlaugar í kennslustofum. 
28.09.2009 Undanþágu hafnað
21.09.2009 Umsókn til menntamálaráðuneytis Sótt um viðurkenningu mmr á skólanum. 
05.10.2009 Kostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsnæði um 2 millj. 
10.10.2009? Tölvubréf til fræðslustj Samþykkir að taka húsnæði í suðurálmu Hvassaleitissk ef losnar.
27.10.2009 Bréf til Fasteigna ríkisins. Beiðni um skólahúsnæði.
05.02.2010 Bréf til fræðslustjóra Rvíkur. Beiðni um aðstöðu í húsnæði grunnskóla Rvíkur. 
03.03.2010 Bréf til fyrirtækja  Bréf send 36 fyrirtækjum með beiðni um samstarf og styrk til námsefnisgerðar. 19 svöruðu, þar af 3 jákvætt. 
09.03.2010 Fundur í menntamálaráðuneytinu Umræða um skólanámskrá TGS í framhaldi af umsókn um viðurkenningu mrn á skólanum.
11.03.2010 Samningur vegna styrks úr þróunarsjóði námsgagna til gerðar námsefnis á sviði iðnaðar og tækni handa 8.-10. bk og 1. árs í frhsk. 
01.06.2010 Skólanámskrá (endurskoðuð) Endurskoðun til að skerpa á fráviki námskrár frá aðalnámskrá Skólanámskrá

01.06.2010 Samstarf við og ráðgjöf frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um gerð viðskiptaáætlunar 

08.06.2011 Heimsókn til Spotsylvania Career & Technical Center í Virginiu í BNA (Hallur)
10.-14.10.2011 CEDEFOP study visit í Finnlandi (Gretar) Kynning á TGS í Jyväskylå, Finnlandi 
Fundur með Ragnari Þorsteinssyni fræðslustjóra Rvíkur 
31.10.2012 Fundur með Steinunni Ármannsdóttur Skóla og frístundasviði um samstarf grunn- og framhaldsskóla á sviði iðn- og tæknináms. 
20.11.2012 Fundur með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Háteigsskóla Um tengsl nemenda Háteigsskóla við Tækniskólann um iðn- opg tækninám. 
Fundur með skólameistara og  áfangastjóra FB Um áhuga þeirra á samstarfi við Tæknigrunnskólann.

Fundur með skólameistara og aðstoðarskólameistara Borgarholtsskóla um áhuga þeirra á samstarfi við Tæknigrunnskólann.

06.09.2013 Fundur með tveimur náms- og starfsráðgjöfum um námsval unglinga.

16.10.2013 Fundur með menntunarstjóra Samtaka atvinnulífsins um mögulegt samstarf.

28.10.2013 Hamraskóli skoðaður sem mögulegt húnsnæði fyrir skólann með skólastjóra og aðila frá Reykjavíkurborg.

18.12.2013 Fundur með bæjarstjóra Garðabæjar um mögulega staðsetningu skólans þar.

Jan.-mars 2014. Fundir með áhugafólki um verk- og iðnnám. 

UM OKKUR