Skólastarfið

Árlegur starfstími 

 

Árlegur starfstími skólans fylgir starfstíma grunnskóla í hinu almenna skólakerfi og skóladagatali sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Skólinn starfar 9 mánuði ársins og eru árlegir skóladagar 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Kennt er í 37 kennslustundir á viku eða 1480 mín. samkvæmt námskrá.​ Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm og eru ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara. Utan starfstíma nemenda eru þeir átta, eða 193 vinnudagar alls. Gert er ráð fyrir haust- og vetrarfríi nemenda. ​

Stundaskráin

 

​Vikulegar námsáætlanir eru gerðar fyrir alla nemendur. Þær byggjast á rammastundaskrá og einstaklingsáherslum innan hennar. Rammastundaskráin gerir ráð fyrir því að í 8. bekk, þar sem heildarvikustundir eru 37, séu nemendur í praktísku námi þrjá daga vikunnar (22 stundir) og fræðilegu námi í tvo daga (15 stundir). Nemendur fara beint  í framhaldsskóla og/ eða fyrirtæki að morgni þrjá daga í viku til praktíska námsins (mánudaga, miðvikudaga og föstudaga) en koma svo í TGS hina dagana (þriðjudaga og fimmtudaga) til að vinna úr gögnum sínum (fræðilegir dagar). Á fræðilegum dögum er unnið með bóknámsgreinar grunnskólans með tilvísun í viðfangsefni praktíska námsins. Svigrúm er þá gefið til einstaklingsvinnu og samstarf í hópum innan og þvert á viðfangsefni. Nemendur skila skýrslu um veru sína í framhaldskólanum/vinnustaðnum vikulega.​​

 

Námsefnið

 

Námsefnið er bæði íslenskt og erlent. Íslenska efnið er námsefni sem notað er í almennum grunnskólum því nemendur okkar í 8. og 9. bekk geta farið aftur í almennan grunnskóla ef þeir vilja eftir dvöl í Tæknigaggó. Við notum líka íslenskt efni sem er búið til af kennurum skólans eða öðrum. Það efni er um tækni og iðnað á Íslandi og er notað 

 

Notaðar eru hefðbundnar námsbækur svo og rafbækur sem innihalda hefðbundið námsefni.

 

 

Námsmatið

 

​Vinna nemenda er mikils metin og hagar skólinn námsmati samkvæmt því. Áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu með góðri skipulagningu og sjálfsmati. Öll verkefni nemenda eru metin með tölum og eru einkunnir á bilinu 0 - 10 sem endurspegla nákvæma niðurstöður mats þ. e. ekki er einungis gefið í heilum og hálfum tölum. Byggt er á símati á vinnu nemenda en einnig eru haldin afmörkuð próf til upprifjunar á námsefni undangenginna lota og til að þjálfa nemendur í próftöku. Matið er fyrst og fremst markmiða-bundið, notað til leiðsagnar í námi sem á eftir kemur, til að meta virðisauka námsárangurs nemenda og haft til hliðsjónar við sjálfsmat skólans ásamt mati á störfum kennara.