Spurt og svarað

Hér fyrir neðan eru spurningar og svör við ýmsu er varðar skólann. Ef þú hefur spurningar um eitthvað sem þú finnur ekki hér hafðu þá samband við okkur og við munum fúslega veita þér upplýsingar.

 

 

Fyrir hverja er skólinn?

Skólinn er fyrir nemendur í 8. - 10. bekk grunnskóla. Þeir hafa e..v. meiri áhuga á verk- og tæknigreinum en bóklegum greinum eða sérstakan áhuga á iðn eða tæknistarfi. Þá langar e.t.v. að prófa eitthvað nýtt og ögrandi og vilja þróa eigin hugmyndir í starfi. Sumir hafa e.t.v. ekki fundið neitt sem vekur áhuga þeirra í grunnskóla og þurfa aðstoð til að beina sér á braut sem veitir góðan undirbúning fyrir framtíðarstarf.

Hvað læra nemendur í skólanum?

​Þeir læra sömu bóknámsgreinar og kenndar eru í almennum grunnskólum. Auk þess fá þeir kynningu á tæknigreinum sem kenndar eru í tækniskólum og verknámsdeildum fjölbrautarskóla.

Hvernig skóli er Tæknigrunnskólinn?

​- Tæknigrunnskólinn (Tæknigaggó) er fyrir 14-16 ára unglinga.
- Hann leggur áherslu á tækninám og sköpun.
- Hann býður jafnframt sömu námsgreinar og almennir grunnskólar.
  Nemendur sækja hluta af námi sínu í framhaldsskólum og fyrirtækjum tvo morgna í viku.
  Skólinn er sjálfstætt rekinn grunnskóli í Reykjavík.

Hvaða nám er í boði við skólann?

· Skólinn býður nám á tíu sviðum tæknináms og hönnunar auk skyldugreina grunnskólans: Bíltækni, byggingartækni, flug, raftækni, skipsstjórn, upplýsingatækni, véltækni, veitingatækni, þjónustutækni, handverk og hönnun.

· Í almennum grunnskólum eru tæknigreinar 40% og bóklegar greinar 60%. Í Tæknigaggó eru tæknigreinar 60% en bóklegar greinar 40%. Nemendur sækja 60% hluta af námi sínu í framhaldsskólum og fyrirtækjum.

Hvað eru margir nemendur í skólanum?

Gert er ráð fyrir 40 nemendum í 10. bekk fyrsta árið, annað árið 80 nemendum í 8. og 9. bekk og þriðja árið 120 nemendum í 8.,9. og 10. bekk.

· Meðal 10.bekkinga segja allt að 50% að þeim líki betur við verknám en bóknám í grunnskóla. En við lok grunnskóla sækja 25% stráka og 4% stelpna um ið- og tækninám.
· Því má varlega gera ráð fyrir að 15% nemenda í 10.bekk sækist eftir skólavist í Tæknigrunnskólanum. Í Reykjavík eru það 220 nemendur; á höfuðborgarsvæðinu 405 nemendur.
 

​​

​Hve langt er skólaárið í Tæknigrunnskólanum?

​Lengd skólaársins er sú sama og í almenna skólakerfinu (ASK) og vetrarfrí eru tekin í samráði við foreldra og nemendur.

 

Hverjir stjórna skólanum og hverjir kenna við hann?

​Skólinn er í eigu Nýja skólakerfisins ehf en eigendur þess eru dr. Hallur Skúlason kennari og sálfræðingur og dr. Gretar L. Marinósson kennari og sálfræðingur. Hallur er jafnframt eigandi Nemendaþjónustunnar sf og Gretar prófessor við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Starfsmenn skólans eru skólastjóri og ritari, grunnskólakennarar og sérhæfðir kennarar og leiðbeinendur í þeim framhaldsskólum og fyrirtækjum sem nemendur velja að kynna sér iðn- og tæknigreinar. Skólanefnd er skólastjóra og kennurum til stuðnings. 

 

Hvers vegna ættu nemendur að velja Tæknigrunnskólann?

·  Ef nemandinn hefur sérstakan áhuga á tækninámi sem ekki er í boði í heimaskóla þá gefst honum kostur á að kynnast tæknigreinum að eigin vali.
·  Ef nemandinn vill prófa eitthvað nýtt og ögrandi þá gefst hér kostur á að þróa eigin hugmyndir á starfsvettvangi.
· Ef foreldrar og nemandi eru e.t.v. óánægð með reynsluna af almenna grunnskólanum eða nemandi hefur ekki náð þeim árangri í námi hingað til sem hann/hún hefur metnað til þá fær hann hér þann stuðning sem þarf til að ná árangri.

 Hvers vegna ættu foreldrar að velja Tæknigrunnskólann?

· Foreldrar velja sjálfstæðan skóla meðvitað með barni sínu. Þau semja um hvenær hann hefur nám í skólanum og hvenær hann fer úr honum aftur.
· Enginn annar grunnskóli leggur megináherslu á tæknisvið og  býður nemendum fjölbreytt starfsumhverfi.
· Nemendahópurinn er minni og samskipti nánari en í flestum skólum, nemendum er treyst fyrir eigin námi. Tæknigaggó virkjar nemendur til náms.

 

Getur nemandi byrjað hvenær sem er í Tæknigrunnskólanum?

Já, nemendur geta hafið nám í hvaða árgangi sem er án sérstaks undirbúnings.Þarf nemandi að hafa farið í einhvers konar fornám til að geta hafið nám í Tæknigrunnskólanum?

Nei, nemandi getur komið beint úr almennum grunnskóla í TGS.

 

​Hvernig kemur þetta út fyrir nemendur?

- Nemendum gefst kostur á að kynnast tæknigreinum að eigin vali.
- Þeim gefst kostur á að þróa eigin hugmyndir á starfsvettvangi.
- Þeir geta haldið áfram námi í samræmi við persónulegan áhuga.
- Mörg fyrirtæki leita eftir fólki með tæknimenntun.

 

 

Getur nemandi farið í almennan skóla án nokkurra vandkvæða eftir nám í Tæknigrunnskólanum?
Já, námið í TGS er þannig byggt upp að nemandinn getur farið í almennan grunnskóla eða framhaldsskóla hvenær sem er án þess að lenda í vandræðum.

Eru kennsluhættir í Tæknigrunnskólanum ólíkir því sem gerist í almenna skólakerfinu?​

Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám. Það þýðir að tekið er mið af raunstöðu nemandans í námi. Til að geta boðið upp á raunverulegt einstaklingsmiðað nám starfar við skólann kennari sem aðstoðar kennara við mat á stöðu nemenda og val á námsefni við hæfi.

 

​​Geta foreldrar fylgst reglulega með námi barna sinna í skólanum?

​Foreldrar geta leitað eftir upplýsingum um stöðu nemandans með tölvusamskiptum og fundum.Þurfa nemendur að læra mikið heima?

Já, að líku marki og gerist í almennum grunnskólum.

 

Fá nemendur prófúrlausnir til baka eftir próf?

 

Hvert geta nemendur og foreldrar leitað ef þeir eru ósáttir við eitthvað í skólanum sínum?

Þeir geta leitað til kennara eða skólastjóra skólans. 

Geta nemendur sem útskrifast úr TGS farið beint í framhaldsskóla eftir nám þar?

​Námið í Tæknigrunnskólanum er þannig byggt upp að nemendur geta farið beint í framhaldsskóla eftir nám í skólanum. Þeir hafa jafn góða undirstöðu í bóklegum greinum og nemendur í almennum grunnskólum.

Fá nemendur aðstoð við heimanám?

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni sjálfir þau verkefni sem lagt er fyrir að vinna heima. Þeir fá hins vegar hjálp með það sem þeir geta ekki leyst er þeir koma í skólann. Heimavinnuverkefnin eiga að gefa til kynna hvort nemandur hafi skilið það sem lagt var inn í skólanum.